SKÖR OFAR

Föstudaginn 17. september kl. 13:00-14:00 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til annars kynningarfundar á Teams.

Skör ofar - Áfanganiðurstöður framtíðarlausnar til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar

Fundurinn er annar fundurinn í kynningarröð forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.

Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Á þessum fundi verður farið yfir áætlun um magn úrgangsstrauma til brennslu, forsendur áætlunarinnar og helstu fyrirvara.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér fyrir neðan en tengill inn á fundinn verður sendur til fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður settur hér inn á síðuna.

Opnun fundar
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins
Verkáætlun forverkefnis, staðan og áframhaldið
Helgi Þór Ingason, prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis
Hátæknibrennslustöð á Íslandi 2030 – Hverju þarf að brenna?
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice
Umræður, spurningar og svör
Fundarslit