10. maí 2017

Úthlutað úr Sprotasjóði

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2017-2018. Alls hlutu 48 verkefni styrk af þeim 119 umsóknum sem bárust. Fjárhæð styrkjanna 48 var tæplega 62 milljónir króna.

Að þessu sinni lagði sjóðurinn áherslu á:

  • Móðurmál,
  • Lærdómssamfélag í skólastarfi og
  • Leiðsagnarmat

Fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti mili skólastiga og landshluta:

   Leikskóli Grunnskóli Framhalds-
skóli
Þvert á skólastig Alls
Höfuðborgarsvæðið 4  10 4 3 21
Reykjanes   3     3
Vesturland   2     2
Vestfirðir   1      1
Norðurland  2 6 5   13
Austurland    4     4
Suðurland  1 1 2    4