Undirbúningur hafinn fyrir PISA 2018

Undirbúningi fyrir næstu PISA-könnun hefur verið hrundið af stað með kynningarfundi sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, átti með helstu hagaðilum skólasamfélagsins. Telur ráðherra mikilvægt að könnuninni verði sköpuð traust umgjörð þann dag sem hún fer fram í öllum skólum landsins.

Undirbúningi fyrir næstu PISA-könnun hefur verið hrundið af stað með kynningarfundi sem Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, átti með helstu hagaðilum skólasamfélagsins. Telur ráðherra mikilvægt að könnuninni verði sköpuð traust umgjörð þann dag sem hún fer fram í öllum skólum landsins.

Næsta PISA könnun fer fram í öllum grunnskólum 12. - 23. mars og 3. - 13. apríl nk. og var rætt á fundinum hvað mætti betur fara í undirbúningnum, en mikilvægt er fyrir sem áreiðanlegastar niðurstöður að nemendur geti notið sín á meðan þeir taka þátt.

Auk starfsmanna Menntamálastofnunar og menntamálaráðuneytisins sátu fulltrúar Félags grunnskólakennara, Heimila og skóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga kynningarfundinn.

Hvað PISA og sveitarfélögin snertir, þá er ljóst að afstaða þeirra skiptir verkefnið sköpun og þá sérstaklega að sveitarstjórn á hverjum stað veiti því fullan stuðning. Sem dæmi var nefnt, að vel hefur reynst að nemendur fái morgunmat fyrir könnun og einnig skiptir máli að aðstaða þátttakenda sé góð.

Jafnframt var rætt, að skoða þurfi aðgang skóla að kynningar- og hvatningarefni vegna PISA og hvetja þá til að byggja upp jákvætt viðhorf innan sinna raða gagnvart þátttöku. Þá geti einnig skipt máli að fyrirmyndir sem nemendur virði komi í skólann og ræði við þá um könnunina.

Kynningarfundinum hefur síðan verið fylgt eftir með almennu hvatningarbréfi frá menntmálaráðherra til skólastjóra grunnskóla, sveitarfélaga, skólaþjónustu sveitarfélaga, foreldrafélaga og annarra hagaðila.

PISA (Programme for International Student Assessment) er langtímarannsókn, sem staðið hefur yfir á vegum OECD frá árinu 1998 og eru samstarfsþjóðir verkefnisins nú um 80 talsins. Sjálf könnunin fer fram á þriggja ára fresti og taka þátt allir 15 ára nemendur, sem er yfirleitt sá aldur sem markar lok grunnskólagöngunnar. Niðurstöður veita veigamiklar samanburðarupplýsingar bæði á milli landa og einnig á milli ára innan hvers lands.

PISA-2