10. júl. 2017

Þrír verkefnisstjórar ráðnir - „Karlar í yngri barna kennslu“

  • Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

Í skýrslunni Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins kemur fram að fjölga þurfi karlmönnum sem sækja í leikskólakennaranám en einungis um 6% starfsmanna í leikskólum eru karlmenn, þar af 1,7% með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla hafa tekið höndum saman til að vinna að þessu markmiði undir yfirskriftinni „Karlar í yngri barna kennslu“. Meginmarkmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að vekja athygli ungra karla á starfi kennara í leikskólum og hins vegar að fjölga þeim í starfi. Samstarfsaðilar hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands til að vinna að verkefninu.

Til að ná markmiðum verkefnisins ákváðu samstarfsaðilar að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita hverjum þeirra styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Samhliða því þurfa þeir að sinna ákveðnum verkefnum í samráði við stýrihóp verkefnisins með það að markmiði að vekja athygli á náminu og starfinu í leikskólum.

Sextán umsóknir bárust um stöðu verkefnisstjóra og var niðurstaða samstarfsaðila að ráða:

  • Birki Gunnar Steinsson
  • Eystein Sindra Elvarsson
  • Magnús Hilmar Felixson

Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritun samnings um stöðu verkefnisstjóra.

Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

 

Undirritun-samnings-HA