06. sep. 2016

Skóli fyrir alla: Tvítyngdir nemendur

Morgunverðarfundur um skólamál

Mánudaginn 17. október verður haldinn morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál í Háteigi á Grand hóteli í Reykjavík.

Þetta er annar fundur sambandsins undir yfirskriftinni „Skóli fyrir alla“ og að þessu sinni verður áherslan lögð á tvítyngd börn í leik- og grunnskólum.

Fyrirlesarar verða:

  • Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnisstjóri fjölmenningar í leikskólum
  • Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri
  • Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri og kennsluráðgjafi
  • Dr. Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við HÍ

Fundarstjóri: Ragnar Þorsteinsson

Dagskráin hefst kl. 8:00 með morgunmat og skráningu. Fyrirlestrar hefjast kl. 8:30 og lýkur með umræðum og fyrirspurnum kl. 10:30. Þátttökugjald á fundinn er 3.500 krónur.

Sent verður út beint frá fundinum, hann tekinn upp og vistaður á vef sambandsins.