16. des. 2010

Rafrænt samráð menntaráðs við skólaráðin í borginni

  • reykjavik

Menntasvið Reykjavíkurborgar innleiddi nýtt vinnulag við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2011 sem byggir á aðgerðaáætlun menntaráðs í skólamálum. Menntaráð borgarinnar hefur sömu stöðu og skóla- og fræðslunefndir annarra sveitarfélaga. Voru skólastjórnendur og skólaráð beðin um að kynna sér stefnuþætti menntaráðs í skólamálum og svara nokkrum spurningum þar að lútandi.

Opnuð var sérstök rafræn gátt í þessu skyni þar sem skólaráðin skiluðu inn svörum sínum og starfsmenn Menntasviðs unnu tillögur að verkefnum úr þeim hugmyndum sem fram komu fyrir næsta starfsár. Með þessu vinnulagi voru allir hagsmunaaðilar skólastarfs virkjaðir í gegnum skólaráðin til þess bæði að kynna sér stefnuþætti borgarinnar í skólamálum og koma með hugmyndir að leiðum til þess að uppfylla þá í starfsáætlun.

Skjal menntasviðs til skólaráða.