08. nóv. 2010

Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum

  • Nam

Hagstofa Íslands hefur reiknað út meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum, skv. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla og 6. gr. reglugerðar um viðurkenningu grunnskóla og lágmarksframlög úr sveitarsjóði til slíkra skóla nr. 320 frá 26. mars 2007. Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda á grunnskólum árið 2009 reyndist vera 1.198.757 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá árinu 2009 til september 2010 var metin um 1,0%.

Sjá nánar á vef hagstofunnar.