13. sep. 2010

Opnir borgarafundir um einelti

  • SIS_Skolamal_760x640

Landssamtökin Heimili og skóli í samvinnu við fjölda aðila boða til opinna borgarafundafunda vítt og breitt um landið undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax“. Heimili og skóli – landssamtök foreldra í samvinnu við; Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunina og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytin þrjú og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.

Fyrsti fundur  verður í Árborg, þriðjudagskvöldið 14. september og hefjast fundir kl. 20:00. Þá verður haldið til Ísafjarðar, í Reykjanesbæ, á Sauðárkrók, Akureyri, Grundarfjörð, Fljótsdalshérað, í Borgarbyggð, Vestmannaeyjar, á Höfn í Hornafirði og hringnum lokað í Reykjavík þann 2. nóvember 2010.

Fréttatilkynningu um fundinn má nálgast hér: Allar frekari upplýsingar um fundina veitir Elín Helgadóttir hjá Heimili og skóla.

Allir áhugasamir um að vinna gegn einelti eru hvattir til þess að mæta á fundina, taka þátt í umræðum og leggja sín lóð á vogarskálarnar í þessu þjóðþrifamáli.