09. mar. 2015

Ný skýrsla: Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi

  • Nemendur

Út er komin skýrslan Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara.

Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á þau tækifæri sem kennarar hafa til starfsþróunar og hversu miklum fjármunum er veitt til hennar. Greiningin tekur til sjóða sem stóðu leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- og tónlistarskólakennurum til boða árin 2012 og 2013. Auk þess var skoðuð aðkoma ríkis, sveitarfélaga og háskólastofnana að starfsþróun kennara. Vinnan fór fram á tímabilinu febrúar til maí 2014 og aftur í desember 2014 og byggir á þeim upplýsingum sem fengust frá viðeigandi aðilum.