08. maí 2014

Morgunverðarfundur um starfsemi frístundaheimila

  • Ungt-folk

Morgunverðarfundur um starfsemi frístundaheimila og vinnu starfshóps þar um verður haldinn mánudaginn 12. maí nk. í Frístundamiðstöðinni í Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á eftirfarandi slóð í síðasta lagi föstudaginn 9. maí nk.

Leiðbeiningar um staðsetningu. Hlaðan tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi. Þegar ekið er um Gullinbrú inn í Grafarvog er beygt til vinstri á ljósum við Gufunesveg og þá strax aftur til vinstri niður að gamla Gufunesbænum og þá sést í turninn við Hlöðuna.

Eftirtaldir aðilar standa að morgunverðarfundinum:  Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Heimili og skóli, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Umboðsmaður barna og Æskulýðsvettvangurinn.