21. feb. 2014

Rétt málsmeðferð – ánægðir starfsmenn

  • Ungt-folk

Ný námskeiðslota em skipulögð er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélagi Íslands  og Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hefst 10. mars nk.  Námskeiðið er ætlað skólastjórnendum í leik- og grunnskólum, fræðslustjórum og starfsmannstjórum í sveitarfélögum.  Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki ferli ráðningarmála og uppsagna, geti brugðist við af öryggi og beitt meginreglum stjórnsýsluréttar þegar við á. Fjallað verður um starfsmannamál, hvernig skólastjórar hafa frumkvæði að og taka á málum þegar leiðbeina þarf starfsmanni um starfið, hegðun eða samskipti. Á námskeiðunum spreyta þátttakendur sig jafnframt á raunhæfum verkefnum til úrlausnar í tengslum við tiltekin álitaefni. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Karl Frímannsson, þróunarstjóri starfsmannamála Akureyrarbæjar, Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands og Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur á kjarasviði sambandsins.

Námskeiðsstaðir, sem þegar hafa verið ákvarðaðir eru:

  • 10. mars – Höfuðborgarsvæði og nágrenni, vegna leikskóla á Grand hóteli í Reykjavík
  • 11. mars – Höfuðborgarsvæði og nágrenni, vegna grunnskóla á Grand hóteli í Reykjavík
  • 17. mars – Reykjanes, vegna leik- og grunnskóla í Duushúsum, Reykjanesbæ
  • 18. mars – Vesturland,  vegna leik- og grunnskóla á Hótel Borgarnesi
  • 24. mars – Norðurland, vegna leik- og grunnskóla í Brekkuskóla á Akureyri
  • 25. mars – Suðurland, vegna leik- og grunnskóla á Hótel Selfossi
  • 7. apríl – Austurland, vegna leik- og grunnskóla á Icelandair hóteli, Egilstöðum
  • 8. apríl – Reykjavík, vegna leik- og grunnskólans. Ætlað þeim sem ekki hafa getað sótt fyrri námskeið*

Ekki hefur verið gengið frá námskeiðsstað fyrir Vestfirði en það verður gert í samstarfi við stjórnendur í þeim landshluta og birt síðar.