11. des. 2013

Skýrsla um Skólaþing sveitarfélaga 2013 komin út

  • Skolathing

Skólaþing sveitarfélaga fór fram 4. nóvember 2013 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Skýrsla skólaþingsins er komin út. Þar gefur að líta helstu niðurstöður umræðuhópa sem störfuðu fyrir hádegi auk mats þátttakenda á þinginu, umgjörð þess, áherslum o.fl. Þær niðurstöður mun sambandið hafa til hliðsjónar m.a. við mótun samningastefnu sambandsins í kjaraviðræðum við kennara og  stefnumörkunar í skólamálum fyrir næsta kjörtímabil. Upptökur allra erinda sem og glærur fyrirlesara eru aðgengilegar á upplýsingavef sambandsins.