05. nóv. 2013

Það vantar 1300 leikskólakennara

  • Ingvar

„Það vantar 1300 leikskólakennara í landinu ef uppfylla á skilyrði laga um að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við uppeldi umönnun og kennslu í hverjum grunnskóla teljist til stöðugilda leikskólakennara. Í vor munu að líkindum brautskrást ellefu leikskólakennarar; fimm frá Háskóla Íslands og sex frá Háskólanum á Akureyri.“ Þetta kom fram í erindi Ingvars Sigurgeirssonar, prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík í gær.

„Ég verð að viðurkenna að ég er einn af þeim sem skil ekki þessa hugsun. Og fyrirgefið að ég segi það hreint út, það er ekki hægt að lesa neitt annað í þessa skipan, en að það sé beinlínis stefna fræðsluyfirvalda í þessu landi að fækka menntuðum leikskólakennurum,“ bætti Ingvar við.

Og Ingvar bætti við að ef mönnum væri alvara með því að vilja menntaða leikskólakennara í allar stöður að þessu marki, 2/3 hluti stöðugilda, þá verður að bregðast við því og gera eitthvað af viti til þess að breyta þessu því þetta markmið myndi líklega ekki nást á þessari öld ef fram héldi sem horfði.

Upptaka af erindi Ingvars er aðgengileg hér á vef sambandsins, www.samband.is/skolathing-2013.