29. maí 2013

Námsbraut fyrir leikskólaliða

  • Leikskolaborn_litil

Í tengslum við eflingu leikskólastigsins bendir Samband íslenskra sveitarfélaga á að boðið er uppá námsbraut fyrir leikskólaliða í Fjarmenntaskólanum.

Leikskólaliði starfar við umönnun, uppeldi og menntun leikskólabarna í samræmi við markmið aðalnámskrár og leiðbeinir börnum við leik og störf. Hann tekur þátt í daglegu starfi leikskólans og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem m.a. snúa að daglegri umgengni og umsjón með leik- og vinnusvæðum, tækjum og búnaði.

Námið er í umsjón Verkmenntaskóla Austurlands en innan Fjarmenntaskólans eru eftirtaldir skólar:

  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga
  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga
  • Framhaldsskólinn á Húsavík
  • Menntaskólinn á Egilsstöðum
  • Verkmenntaskóli Austurlands
  • Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjarmenntaskólans.