29. maí 2013

Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2013-2014

  • SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2013-2014. Alls bárust 115 umsóknir til sjóðsins og fengu 40 verkefni styrk að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám.
  • Jafnrétti í skólastarfi.
  • Kynjafræði, kynheilbrigði og klám; – í samhengi við grunnþætti menntunar.

Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneytis, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Ákveðið var, eins og áður sagði, að veita styrki til 40 verkefna að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

  Höfuðborgar-
svæðið
Reykja-
nes
Suður-
land
Vestur-
land
Norðurl.
eystra
Austur-
land
Fjöldi Upphæð
Grunnskólar  8  1      5  2  16  17.880.000
Leikskólar  3  2  1    1    7 9.900.000
Framhaldsskólar  11      1  2    14  13.480.000
Þvert á skólastig
   1    1  1    3  3.900.000
Samtals  22  4  1  2  8  2  40  45.160.000

Skrá um þau verkefni sem hlutu styrk fyrir skólaárið 2013-2014 af vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins

.