29. nóv. 2012

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014

  • SIS_Skolamal_760x640

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 185 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2013-2014. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 35 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 19% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum hæfum einstaklingum, með áhugaverðar umsóknir varð að hafna.

Eins og fram kom í auglýsingu og sem samræmist 5.gr. reglna um Námsleyfasjóð var ákveðið að allt að 1/3 leyfa yrði úthlutað sérstaklega vegna náms sem tengist tækni- og raungreinum eða náms sem tengist samspili náttúruvísinda og litsgreina með nýsköpun og skapandi hugsun að leiðarljósi og var 13 leyfum úthlutað til slíkra verkefna. Þeim 22 námsleyfum sem eftir voru, var skipt á milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda eftir landshlutum.

Upplýsingar um námsleyfishafa, forgangsverkefni frá árinu 2008 og skiptingu námsleyfa frá árinu 2002 má sjá á vefsíðu Námsleyfasjóðs.

Tilkynning um niðurstöðu stjórnar Námsleyfasjóðs hefur verið send öllum umsækjendum bréfleiðis og ætti hún að berast þeim á næstu dögum. Hafi niðurstaðan ekki borist innan tveggja vikna er umsækjendum bent á að hafa samband við Klöru E. Finnbogadóttur.

Vefsíða Námsleyfasjóðs.