11. okt. 2012

Jafnréttisfræðsla fyrir kennara og starfsfólk í Reykjavík

  • reykjavik

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Skóla- og frístundasvið með stuðningi Jafnréttisstofu hafa tekið höndum saman um jafnréttisfræðslu fyrir kennara í leik- og grunnskólum og starfsfólk í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Fræðslan er mikilvæg í ljósi þess að í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er jafnrétti ein af grunnstoðum menntunar. Auk þess er tilgreint í jafnréttislögum, sbr. 23. grein, að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. sé lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem fjölskyldu- og atvinnulífi. Einnig segir í sömu grein að kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar.