09. okt. 2012

Um ábyrgð aðila í félags- og tómstundastarfi

  • SIS_Skolamal_760x640


Árið 2010 gaf menntamálaráðuneytið út álitsgerð dr. Ragnhildar H. Helgadóttur prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík um ábyrgð þeirra sem starfa með börnum og ungu fólki í skipulögðu félags- og tómstundastarfi, bæði innan hefðbundins félagsstarfs, í ferðum og öðru starfi. Þegar upplagið þraut var óskað eftir því að Ragnhildur uppfærði álitsgerðina miðað við nýjar reglugerðir, reglur og nýja dóma á sviðinu. Það hefur nú verið gert og miðast þessi uppfærða útgáfa við réttarástandið í byrjun árs 2012 og tekur til kafla 2 þar sem fjallað er um grunn- og leikskólalög.

Í álitsgerðinni koma fram tillögur um hlutverk og skyldur félaga og félagasamtaka svo og um ábyrgð einstakra aðila, bæði launaðra og ólaunaðra, sem starfa á vegum þeirra. Einnig er lýst helstu kostum sem félög og félagasamtök hafa til þess að tryggja sig gegn hugsanlegum skaðabótakröfum. Gerð er grein fyrir þeim lögum og reglugerðum sem taka til þessarar starfsemi og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til þess að fara þess á leit við stjórnvöld að reglum verði breytt að þessu leyti.

Útgáfuskrá á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.