22. ágú. 2012

Námstefna á Akureyri 12. október

 • Hnotturinn_vef

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands efna til sameiginlegrar námsefnu á Akureyri 12. október nk. Er það liður í því að efla tengsl og samskipti milli stjórnenda skóla í sveitarfélögum, skólaskrifstofa, sveitarstjórna og forsvarsmanna skóla- og fræðslunefnda.

Fræðslustjórar og starfsfólk fræðsluskrifstofa, stjórnendur grunnskóla, sveitarstjórnarmenn og formenn skólanefnda eru hvattir til þess að taka daginn frá.

Yfirskrift námstefnunnar er Forysta til framfara – árangursrík stjórnun grunnskóla.  Haldin verða 3 inngangserindi en að þeim loknum verða 11 málstofur og getur hver þátttakandi setið tvær þeirra.

Eftirfarandi málstofur verða settar upp:

 • Lög og reglugerðir – ábyrgð og skyldur
 • Starfsmannamál
 • Forystuhlutverk
 • Skólaþróun og símenntun
 • Að vera skólastjóri – bakland og stuðningur
 • Starfsþróun
 • Siðræn stjórnun og heiltæk forysta
 • Skólaþróun og efnahagshrunið
 • Ytra mat
 • Skólavogin
 • Innleiðing nýrrar aðalnámskrár

Opnað verður fyrir skráningu á námstefnuna á vef sambandsins 12. september. Dagskrá námstefnunnar verður birt og send út fljótlega.

Af þessum sökum fellur málstofa sambandsins um skólamál niður þetta haustið.