26. jún. 2012

Reykjavíkurborg samþykkir aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

  • reykjavik

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 19. júní sl. Hún miðar að því að nýta sem best þær leiðir sem Reykjavíkurborg hefur yfir að ráða til að fyrirbyggja ofbeldi og styðja við þolendur ofbeldis. Í henni felast aðgerðir um aðstoð

við þolendur ofbeldis jafnframt því sem lögð er áhersla á samvinnu milli stofnana borgarinnar og samvinnu þeirra við stofnanir ríkisins og við félagasamtök/grasrótarsamtök sem hafa það markmið að vinna gegn ofbeldi. Aðgerðaráætlunin skiptist í tvo hluta; sá fyrri snýr að aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi og sá síðari um leiðir til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum.


Sjá aðgerðaráætlunina