26. apr. 2012

Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi

  • Hnotturinn_vef

Stjórnskipulag grunnskóla í Englandi hefur eins og á Íslandi verið að breytast undanfarin ár m.t.t. aukinnar valddreifingar og þar með aukinnar ábyrgðar skólanefnda/fræðslustjórnenda í sveitarfélögum (e. School governance) á framkvæmd skólastarfs.  Niðurstöður úr ytra mati á skólum í Englandi hafa leitt í ljós mikilvægi skólanefnda/fræðslustjórnenda í að stuðla að auknum gæðum í skólastarfi og í nýlegri skýrslu sem er aðgengileg á neðangreindri slóð, eru dregnir fram lykilþættir sem einkenna skólanefndir/fræðslustjórnendur sem hafa náð afburða árangri.  Tilgangur skýrslunnar er að hjálpa skólanefndum/fræðslustjórnendum í Englandi að bæta störf sín með því að draga fram dæmi um árangursríka stjórnunarhætti.

Skýrslan er aðgengileg á slóðinni:  http://www.ofsted.gov.uk/resources/good-practice-resource-%E2%80%93-school-governance-learning-best

 

Þá hafa einnig verið teknar saman upplýsingar um starfshætti skóla á Englandi sem hafa náð afburða árangri m.t.t.  stærðfræðikennslu á yngri stigum grunnskóla:

http://www.ofsted.gov.uk/resources/good-practice-primary-mathematics-evidence-20-successful-schools

 

Og ennfremur hafa verið teknar saman upplýsingar um skóla sem eru til fyrirmyndar hvað varðar árangur í læsi nemenda á yngri stigum grunnskóla:

http://www.ofsted.gov.uk/resources/reading-six-how-best-schools-do-it