13. maí 2011

Samkomulag um eflingu tónlistarnáms

  • Tonlistarkennsla
Í dag verður gengið frá samkomulagi á milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Undirritunin mun fara fram í tónlistarhúsinu Hörpu í hádeginu.

Fyrir hönd ríkisins verður samkomulagið undirritað af Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra. Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga munu Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins og Guðríður Arnardóttir varaformaður undirrita samkomulagið.