06. maí 2011

Námskeið sem nýtist öllum skólanefndum haldið íReykjavík

  • Grunnskoli

Nú fer að ljúka námskeiðahaldi fyrir skólanefndir sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Það er Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóla, sem stendur að þeim. Haldin hafa verið 7 námskeið í öllum landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Næsta, og um leið síðasta, námskeið verður haldið nk. föstudag, 6. maí í Bratta, sal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð (sjá dagskrá).  Dagskráin verður send beint út á netinu. Slóð inn á útsendinguna (virkur tengill) verður send öllum skráðum þátttakendum en jafnframt er hægt að nálgast hana á vef sambandsins á námskeiðsdag.

 

Námskeiðið er hugsað fyrir höfuðborgarsvæðið og þær skólanefndir og aðra starfsmenn sveitarfélaga sem ekki hafa haft tök á að mæta á námskeið í sínum landshluta. Hefst það kl. 13.00 og stendur til kl. 17:30. Skráning fer fram á þessari slóð: http://www.samband.is/verkefnin/stjornsysla-sveitarfelaga/namskeid// og eru þátttakendur beðnir um að tilgreina við skráningu hvort þeir ætli að sitja námskeiðið eða fylgjast með útsendingu. Allir skráðir þátttakendur fá send til sín gögn námskeiðsins á rafrænu formi daginn fyrir námskeið, þ.e. 5. maí.