Niðurstöður Skólaþings sveitarfélaga 2019 liggja fyrir

Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst fyrir Skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“. Þar var kastljósinu m.a. beint að skipan skólakerfisins og áhrifum hennar á þróun þess síðastliðna áratugi.

Samband íslenskra sveitarfélaga gekkst fyrir Skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“. Þar var kastljósinu m.a. beint að skipan skólakerfisins og áhrifum hennar á þróun þess síðastliðna áratugi. Sóst var eftir fjölbreyttum sjónarmiðum fyrirlesara, ungmennaráða sveitarfélaga og SAMFÉS, leikskólabarna og þátttakendum þingsins í umræðuhópum.

Ákveðinn samhljóm mátti finna í þeim hugmyndum sem fram komu en skoðanir voru þó einnig skiptar þegar rædd var skipan og samþætting skólastiga, lengd skólaskyldu og námsáherslur til framtíðar svo dæmi séu tekin.

Um leið og sambandið þakkar öllum þeim sem þátt tóku í skólaþinginu áskilur það sér rétt til þess að hagnýta niðurstöður þingsins við áframhaldandi samtal um framtíðarskipan skólakerfis okkar og stefnumótun.