Nær uppselt á Skólaþing sveitarfélaga 2019

Skólaþing sveitarfélaga fer fram mánudaginn 4. nóv. nk. á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“

Skólaþing sveitarfélaga fer fram mánudaginn 4. nóv. nk. á Grand hóteli undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“ Megináhersla þingsins verður á skipan skólakerfisins og hvernig núverandi fyrirkomulag þjónar hagsmunum nemenda, samfélagsins og áskorunum um menntun til framtíðar.

Ljóst er að áhugi á umfjöllunarefninu er mikill og er nær uppselt á þingið en pláss er fyrir um 200 manns á þingstað. Skráningu lýkur kl. 12 á hádegi nk. föstudag, 1. nóvember. Dagskrá og skráning á þingið.

Þeim sem ekki hafa tök á að mæta til skólaþingsins er bent á að streymt verður frá þinginu á slóðinni https://www.samband.is/beint. Að auki geta allir sent inn fyrirspurnir, athugasemdir eða tillögur á meðan á þinginu stendur á vefsíðunni www.slido.com undir myllumerkinu #0411. Öll erindi, glærur og annað efni tengt dagskránni verða svo gerð aðgengileg á vefsíðu skólaþingsins að því loknu.