06. mar. 2020

Leiðbeiningar til fræðsluaðila vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Þar sem neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar vekur mennta- og menningarmálaráðuneyti athygli fræðsluaðila á upplýsingum í landsáætlun sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra þar sem fjallað er um skólahald, sjá bls. 70.

Á neyðarstigi:

  • Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.
  • Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.
  • Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.
  • Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda.
  • Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.


Stjórnendur eru hvattir til að fylgjast ávallt með nýjustu upplýsingum vef landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is og taka mið af þeim í öllum sínum ákvörðunum.

Undirbúningur vegna þessa hefur staðið yfir í ráðuneytinu sem meðal annars hefur átt í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnun um framkvæmd skólahalds á neyðarstigi. Það er mikilvægt samfélagslegt verkefni að tryggja að menntun og skólahald líði sem minnst fyrir þessar aðstæður og því treystum við á góða samvinnu á næstunni.