02. nóv. 2016

Kvíði barna og ungmenna

morgunverðarfundur 9. nóvember 2016

Heimili og skóli í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til morgunverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík um kvíða barna og ungmenna á Foreldradaginn 9. nóvember. Foreldradagurinn var þá haldinn í sjötta sinn en markmið hans er að bjóða uppá gagnlega fræðslu fyrir foreldra og aðra áhugasama. 

Dagskrá fundarins: 

08:15 Kvíði barna og ungmenna: Tengsl við svefn og samfélagsmiðla
Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Rannsóknir og Greining
  Sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum
Hjalti Jónsson Sálfræðiþjónustu Norðurlands
  Það er engin heilsa án geðheilsu: Geðrækt í skólum
Sigrún Daníelsdóttir, Embætti landlæknis

Fundarstjóri: Þórlaug Steindórsdóttir grunnskólakennari

Samband íslenskra sveitarfélaga mun taka upp fundinn og verður upptakan aðgengileg á vef Heimilis og skóla og sambandsins að honum loknum.