13. okt. 2015

Karlar í yngri barna kennslu

– hvað ætlar þú að gera?

Þann 9. október sl. var haldinn morgunverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík sem bar yfirskriftina „Karlar í yngri barna kennslu – hvað ætlar þú að gera?“

Að fundinum stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag leikskólakennara (FL),  Félag stjórnenda leikskóla (FSL), Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Umfjöllunarefni fundarins var sú staðreynd að einungis um 1% leikskólakennara eru karlmenn og spurt var hvað er hægt að gera í því?

Frummælendur voru Sigurður Sigurjónsson varaformaður FSL, Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri Reykjavíkur, Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður FL.

Mæting á fundinn var góð, milli 70 og 80 manns og umræður fjörlegar. Aðstandendur fundarins standa fyrir ráðstefnu þann 12. febrúar 2016.

Streymt var frá fundinum og má nálgast upptökur hér á vef sambandsins