06. okt. 2015

Karlar í yngri barna kennslu

- hvað ætlar þú að gera?

Morgunverðarfundur föstudaginn 9. október 2015 kl. 8:30 til kl. 10:00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. 

Einungis eitt prósent leikskólakennara hér á landi eru karlar. Þess vegna líta drengir ekki á starf leikskólakennara sem mögulegt framtíðarstarf. Hvernig getum við breytt því? 

Framsögur: 
Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður Félags stjórnenda leikskóla
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra
Fjóla Þorvaldsdóttir varaformaður Félags leikskólakennara 

Fundarstjóri:

Haraldur F. Gíslason formaður Félags leikskólakennara

Að fundinum standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.