08. sep. 2015

Hlutverk, ábyrgð og skyldur

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. 

Aðilar fagráðs eru Samband íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara og Kennarasamband Íslands. Fulltrúar aðila fluttu stutt erindi og fundarmenn ræddu málefnið í umræðuhópum. Fundurinn var vel sóttur og umræðurnar gagnlegar fyrir stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar.