14. maí 2018

Brjóta múra og byggja brýr

Ráðstefnu um Snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi (SIMBI) er að sögn félags- og jafnréttisráðherra ætlað marka upphafið að þeirri vinnu sem stjórnvöld mun leggja áherslu á í málefnum barna. Upptaka af ráðstefnunni er nú aðgengileg.

Í máli Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, kom jafnfram fram að stefnt sé að því að endurskoða allt félagslega kerfið eins og það snýr að börnum og stuðla að auknu samstarfi milli þeirra kerfa sem koma að málum barna á einhvern hátt.

Ætlunin er að sögn ráðherrans að brjóta múra og byggja brýr til að bæta þjónustu við börn sem þurfa á liðsinni að halda. Markmiðið sé að börn sem þurfa liðsinni fái það eins fljótt og nokkur kostur er.