Fréttir og tilkynningar: febrúar 2019

Fyrirsagnalisti

06. feb. 2019 : Seltjarnarnesbær hlýtur Orðsporið 2019

Brakarborg3

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, tók í dag við Orðsporinu 2019 - hvatningarverðlaunum sem afhent eru á Degi leikskólans. Verðlaunin voru veitt því sveitarfélagi sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör leikskólakennara umfram kjarasamning.

Nánar...

04. feb. 2019 : Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun um lýðheilsustefnu frá 2016, en þar er m.a. kveðið á um framleiðslu á fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum.

Nánar...

01. feb. 2019 : Reglur um notkun eigin snjalltækja í skólatíma

Í dag tóku formlega gildi nýjar reglur um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar eru setta í því skyni, að hlífa börnum við þeim vandamálum sem fylgja aukinni snjalltækjanotkun. Fjarðabyggð hefur þar með bæst við þann vaxandi hóp sveitarfélaga sem stemmt hafa stigu við notkun snjalltækja í skólatíma.

 

Nánar...