Fréttir og tilkynningar: janúar 2019

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2019 : Tillögum vegna úttektar Evrópumiðstöðvar fylgt eftir

Framkvæmdastjórar sveitarfélaga sem reka grunnskóla hafa verið beðnir um að upplýsa um úthlutunarreglur sem unnið er eftir við ráðstöfun fjármagns vegna stuðnings við nemendur með sérþarfir í grunnskólum, nemendur af erlendum uppruna og nemendur sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. 

Nánar...

25. jan. 2019 : Endurmenntunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2019-2020. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019.

Nánar...

24. jan. 2019 : Heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna

Samhliða uppskiptingu velferðarráðuneytis í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti um sl. áramót, varð til nýtt ráðuneyti barnamála, sem heyrir nú undir  félagamálaráðherra. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur í framhaldinu boðað heildarendurskoðun á málefnum barna og er undirbúningur þeirrar vinnu vel á veg kominn.

Nánar...

09. jan. 2019 : Dagur leikskólans 2019 er 6. febrúar

dagur_leikskolans-1

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

08. jan. 2019 : Aukið aðgengi að menningar- og listasögu landsins

Nýr rammasamningur um myndbirtingar heimilar nú söfnum að  birta ljósmyndir á veflægum skráningarsíðum af þeim verkum sem falla undir höfundarrétt. Aðgengi að upplýsingum úr safnmunaskrám hefur, fram að þessu, verið nánast einskorðað við textaupplýsingar.

Nánar...

04. jan. 2019 : Járnkarlar í leikskólum

Karlar eru tæp 2% leikskólakennara hér á landi. Hefur ýmislegt verið reynt í gegnum tíðina til að fjölga þeim, án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Járnkarlarnir hafa einsett sér að snúa þessari þróun við.

Nánar...