Fréttir og tilkynningar: 2019

Fyrirsagnalisti

09. jan. 2019 : Dagur leikskólans 2019 er 6. febrúar

dagur_leikskolans-1

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í tólfta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

08. jan. 2019 : Aukið aðgengi að menningar- og listasögu landsins

Nýr rammasamningur um myndbirtingar heimilar nú söfnum að  birta ljósmyndir á veflægum skráningarsíðum af þeim verkum sem falla undir höfundarrétt. Aðgengi að upplýsingum úr safnmunaskrám hefur, fram að þessu, verið nánast einskorðað við textaupplýsingar.

Nánar...

04. jan. 2019 : Járnkarlar í leikskólum

Karlar eru tæp 2% leikskólakennara hér á landi. Hefur ýmislegt verið reynt í gegnum tíðina til að fjölga þeim, án þess að það hafi skilað tilætluðum árangri. Járnkarlarnir hafa einsett sér að snúa þessari þróun við.

Nánar...