Fréttir og tilkynningar: ágúst 2018
Fyrirsagnalisti
Umbætur í norska skólakerfinu rýndar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var nýlega stödd í Noregi að kynna sér umbætur í menntamálum þarlendra. Með ráðherranum í för voru fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandi Íslands og fulltrúum menntavísindasviðs Háskóla Íslands og kennaradeildar Háskólans á Akureyri.
Nánar...Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2019–2020
Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2019–2020. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.
Nánar...Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030
Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.
Nánar...