Fréttir og tilkynningar: júní 2018

Fyrirsagnalisti

07. jún. 2018 : Kennarar heiðraðir fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins Hafðu áhrif sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum og gaf almenningi kost á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Nánar...

06. jún. 2018 : Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að hefja mótun nýrrar mennastefnu til 2030. Leiðarljós nýju stefnunnar verður gæðamenntun fyrir alla á öllum skólastigum. Stefnumótuninni verður hrundið af stað í haust með röð fræðslu- og umræðufunda um land allt.

Nánar...

01. jún. 2018 : Fundir fyrir skólastjórnendur um nýju persónuverndarlöggjöfina

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands hefja í dag sameiginlega fundaferð um landið. Um kynningarfundi er að ræða, þar sem skólastjórnendum gefst kostur á að fjalla um þau mál sem á þeim brenna, bæði út af innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf og framhaldi Mentormálsins svonefnda.

Nánar...