Fréttir og tilkynningar: mars 2018

Fyrirsagnalisti

23. mar. 2018 : Prófspurningabanki Menntamálastofnunar opnaður

Úrskurðanefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um aðgangur skuli veittur að prófspurningum sem notaður eru í samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk grunnskóla. Í því felst að endurskoða verður þróunarstarf vegna einstaklingsmiðaðra prófa.

Nánar...

16. mar. 2018 : Upplýsingar vegna endurtöku á samræmdu prófunum

Menntamálastofnun mun veita ýtarlegar upplýsingar um endurtöku samræmdra könnunarprófa. Svör við helstu spurningum verða birt á vef og Facebook-síðu stofnunarinnar og gengist verður fyrir upplýsingafundum, sem gerðir verða aðgengilegir á netinu. Þá verða birt svör við helstu spurningum á sérstöku svæði á vef ráðuneytisins um réttarstöðu nemenda og lagalega stöðu samræmdra könnunarprófa.

Nánar...

15. mar. 2018 : Endurtaka að eigin vali

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að nemendur ráði því sjálfir hvort þeir endurtaki samræmd könnunarpróf, en fyrirlögn mistókst sem kunnugt er í tveimur af þremur prófum í síðustu viku. Stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir í vor eða haust.

Nánar...

08. mar. 2018 : Styrkir úr Sprotasjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2018 - 2019. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...