Fréttir og tilkynningar: júlí 2017

Fyrirsagnalisti

10. júl. 2017 : Þrír verkefnisstjórar ráðnir - „Karlar í yngri barna kennslu“

Undirritun-samning-a-Menntavisindasvidi

Í skýrslunni Aðgerðir til eflingar leikskólastigsins kemur fram að fjölga þurfi karlmönnum sem sækja í leikskólakennaranám en einungis um 6% starfsmanna í leikskólum eru karlmenn, þar af 1,7% með leyfisbréf sem leikskólakennarar. Til að ná markmiðum verkefnisins ákváðu samstarfsaðilar að ráða þrjá karlkyns verkefnisstjóra og veita hverjum þeirra styrk til að hefja nám á meistarastigi haustið 2017 sem veitir þeim leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. 

Nánar...

04. júl. 2017 : Niðurstöður tilraunaverkefnis um hljóðvist í leikskólum

Akureyrarkaupstaður, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið fóru haustið 2015 af stað með tilraunaverkefni sem ætlað var að kortleggja hvað í starfsumhverfi leikskóla valdi mestum hávaða og hvaða leiðir eru bestar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum.

Nánar...