Fréttir og tilkynningar: mars 2017

Fyrirsagnalisti

30. mar. 2017 : Lífið er læsi

Í vetur hafa leikskólar og grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar unnið eftir nýlegri læsisstefnu sem nú er verið að gefa út. Vinna faghópa í skólum sveitarfélagsins og öflugt þróunarstarf síðastliðin þrjú ár er grunnur læsisstefnunnar. Þarna er að finna leiðbeiningar og viðmið sem eru leiðarvísir fyrir foreldra og kennara í leik- og grunnskólum en einnig fyrir þá nemendur sem eru farnir að bera mikla ábyrgð á eigin námi.

Nánar...

07. mar. 2017 : Verkefnisstjóri - Styrkur til náms sem veitir leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi

Samband íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla hafa tekið höndum saman til að vinna að verkefni undir yfirskriftinni „Karlar í yngri barna kennslu“. Meginmarkmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að vekja athygli ungra karla á starfi kennara í leikskólum og hins vegar að fjölga þeim í starfi.

Nánar...

06. mar. 2017 : Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíðir stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fara fram víða um land í marsmánuði. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Nánar...

03. mar. 2017 : Úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar

Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar á Íslandi var kynnt í Safnahúsinu fimmtudaginn 2. mars sl. Úttektin nær til leik-, grunn-, og framhaldsskólastiga þar sem kannað er hvernig til hefur tekist við innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar. Aldrei hefur áður verið gerð jafn heildstæð úttekt sameiginlega fyrir þessi þrjú skólastig.

Nánar...