Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

04. des. 2017 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2018-2019

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2018-2019 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 139 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 40 námsleyfi, þar af þrjú til sex mánaða. Aðeins var hægt að verða við um 29% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að mörgum fullgildum umsóknum varð að hafna.

Nánar...

08. nóv. 2017 : Hver vill koma að kenna?

Sólveig María Árnadóttir, nemi við HA og Hjörvar Gunnarsson, nemi við MVS, deildu með skólaþinginu ástæðu þess að þau völdu að fara í kennaranám. Einnig veltu þau nýliðunarvandanum fyrir sér.

Nánar...

08. nóv. 2017 : Niðurstöður úr umbótaáætlunum liggja fyrir

Komin er út samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna starfsumhverfis kennara og vinnumats í grunnskólum. Greindar eru niðurstöður umbótaáætlana sem gerðar hafa verið í grunnskólum landsins ásamt lokaskýrslum sveitarfélaga vegna málsins. Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnti þessa nýútkomnu samantekt á skólaþingi sveitarfélaga.

Nánar...

08. nóv. 2017 : Hvar eru kennararnir?

Við verðum að snúa blaðinu við! Neikvæð orðræða um kennarastarfið og skólastarf í leik- og grunnskólum hefur leitt til þess að ungt fólk íhugar kennaranám ekki sem valkost lengur. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um nýliðunarvanda í kennarastétt á skólaþinginu.

Nánar...

07. nóv. 2017 : Tökum nýjan kúrs

Mikilvægt er að heildstæð sýn á gæðamenntun fyrir alla leysi af hólmi þá „úrræðavæðingu” sem einkennt hefur þróun skólastarfs. Hættum að reyna að breyta nemendum og gerum skólaþjónustu um land allt að raunverulegri stoð fyrir gæðamenntun og faglega starfsþróun. Fjallað var um menntun án aðgreiningar á skólaþingi sveitarfélaga 2017.

Nánar...

07. nóv. 2017 : Gæðamenntun fyrir alla alls staðar

Sameiginleg þjónustusvæði fyrir menntamál, heilbrigðismál og félagsþjónustu eru á meðal þeirra aðgerða sem  lagðar eru til af stýrihópi um eftirfylgni við úttekt Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar. Enda þótt skólakerfið sé tiltölulega vel fjármagnað má nýta fjármagnið betur og með markvissari hætti. Aðgerðaráætlun stýrihópsins var til umræðu á skólaþingi sveitarfélaga.

Nánar...

06. nóv. 2017 : Tölum skólakerfið upp

Á meðan skólastarfið virðist vel fjármagnað skortir okkur upplýsingar um nýtingu fjármagnsins og árangur. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar í setningarræðu sinni í morgun á skólaþingi sveitarfélaga. Einnig gerði Halldór neikvæða umræðu um skólastarfið að umtalsefni.

 

Nánar...

03. nóv. 2017 : Skólaþing sveitarfélaga 2017

Skólaþing sveitarfélaga 2017 verður sett á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi mánudagsmorgun, þann 6. nóvember. Kastljósinu verður beint að framkvæmd opinberrar menntastefnu annars vegar og vaxandi nýliðunarvanda í kennarastétt hins vegar. Yfirskrift þingsins er Á ég að gera það? Streymt verður beint af þinginu.

 

Nánar...

09. okt. 2017 : „Á ég að gera það‘“

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið 6. nóvember nk. undir yfirskriftinni „Á ég að gera það?“ Tvö knýjandi viðfangsefni verða tekin til umfjöllunar á þinginu; Tökum nýjan kúrs og Hvar eru kennararnir?

Nánar...

06. sep. 2017 : Ný gæðaviðmið í mótun fyrir frístundastarf barna

Trompetleikari_litil

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum rennur út 15. september nk. en vonast eftir víðtæku samráða um málið. Drög að markmiðum og viðmiðum fyrir frístundastarf 6 til 9 ára barna hafa nú verið í opnu samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nokkurra mánaða skeið.

Nánar...
Síða 1 af 4