Fréttir og tilkynningar: október 2016

Fyrirsagnalisti

28. okt. 2016 : Afmælismálþing – leikskólakennaramenntun í 70 ár

Í ár eru 70 ár frá stofnun Uppeldisskóla Sumargjafar, síðar Fósturskóla Íslands. Af því tilefni verður efnt til afmælismálþings í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, föstudaginn 4. nóvember kl. 16:00-17:30.

Nánar...

20. okt. 2016 : Nýr miðlægur samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís sem er hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka. Þessi nýi samningur nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðnings hins opinbera í starfi sínu. Hann nær því til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, tónlistarskóla og framhaldsfræðslu. Samningurinn leysir marga eldri samninga af hólmi, m.a. um ljósritun, auk þess að veita auknar heimildir við skönnun, rafræna eftirgerð og stafræna dreifingu.

Nánar...

19. okt. 2016 : Skóli fyrir alla - tvítyngd börn

Morgunverðarfundur sambandsins um skólamál var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Þetta er annar fundur sambandsins undir yfirskriftinni „Skóli fyrir alla“  og að þessu sinni var áhersla lögð á tvítyngd börn í leik- og grunnskólum. Vel var mætt á fundinn og þátttakendur og fyrirlesarar ánægðir með hvernig til tókst og góðar umræður.

Nánar...