Fréttir og tilkynningar: ágúst 2016
Fyrirsagnalisti
Mat og mælingar á árangri skólastarfs
Skólastjórafélag Íslands, Háskóli Íslands, Sambanda íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnun boða til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Mat og mælingar á árangri skólastarfs: Vegur til farsældar?
Nánar...100. fundur skólamálanefndar

Skólamálanefnd sambandsins hélt sinn 100. fund sl. mánudag, 15. ágúst, en fyrsti fundur nefndarinnar fór fram 17. ágúst árið 2005. Í fyrstu nefndinni sátu þau Gunnar Einarsson, sem þá var sviðsstjóri fræðslusviðs í Garðabæ, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík og Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri. Fljótlega komu fram ábendingar um að það vantaði málsvara dreifbýlisins inn í nefndina og á fyrsta fund ársins 2006 tók Kristín Hreinsdóttir, sem þá var framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, sæti í nefndinni.
Nánar...Fjórða starfsár GERT að hefjast
GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið sínu þriðja starfsári og það fjórða um það bil að hefjast. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.
Nánar...