Fréttir og tilkynningar: júní 2016

Fyrirsagnalisti

28. jún. 2016 : Gjaldfrjáls skóli á Borgarfirði eystri

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti bókun á fundi sínum í fyrradag um að fella niður gjöld á foreldra fyrir þjónustu skóla í sveitarfélaginu á næsta skólaári.

Nánar...

28. jún. 2016 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2016. Alls bárust umsóknir um styrki til 205 verkefna frá 76 umsækjendum upp á rúmar 91 milljón króna. Ákveðið var að veita styrki til 203 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.681.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Nánar...

07. jún. 2016 : Fjármálalæsi kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum

Í kjölfar skýrslu stýrihóps um stöðu kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum, sem skipaður var í júní 2011 og skilaði lokaskýrslu árið 2014, ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið m.a. að láta gera könnun meðal allra grunn- og framhaldsskóla um fjármálalæsi.

Nánar...

02. jún. 2016 : Viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands þann 1. júní. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Nánar...