Fréttir og tilkynningar: febrúar 2016

Fyrirsagnalisti

24. feb. 2016 : Tekið við umsóknum í Sprotasjóð til miðnættis 29. febrúar

Stjórn Sprotasjóðs minnir á að auglýstur umsóknafrestur í Sprotasjóð  leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2016-17 rennur út föstudaginn 26. febrúar.  
Ákveðið hefur verið að taka við umsóknum til miðnættis 29. febrúar nk. 

Nánar...

06. feb. 2016 : Dagur leikskólans 2016

Föstudaginn 5. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í níunda sinn. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís og úrslit kunngjörð í tónlistarmyndbandakeppni.

Nánar...

05. feb. 2016 : Ölfus trónir á toppnum

Sveitarfélagið Ölfus trónir á toppnum í landsleiknum Allir lesa og er meðallestur á íbúa rúmar 12 klukkustundir. 

Nánar...

01. feb. 2016 : Dagur leikskólans

Föstudaginn 5. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í níunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...