Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

22. des. 2016 : Leikskólinn Holt hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Read the World eða Lesum heiminn hlaut á dögunum sérstök Evrópuverðlaun sem afhent voru á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, tók við verðlaununum.

Nánar...

06. des. 2016 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2017-2018 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 144 fullgildar umsóknir.

Nánar...

14. nóv. 2016 : Kennaranemar við HA aldrei verið fleiri

Kennaranemar við HA hafi aldrei verið fleiri eftir að fimm ára kennaranámið til meistararéttinda hófst en töluverð lægð kom í aðsókn fyrstu árin á eftir. Fjölgað hefur jafnt og þétt frá 2013 þegar 250 voru skráðir við kennaradeildina.

Nánar...

07. nóv. 2016 : GERT - kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa

Miðvikudaginn 9. nóvember efnir GERT til kynningarfundar fyrir náms- og starfsráðgjafa. GERT stuðlar að því að brúa bilið á milli núverandi stöðu og framtíðarþarfa nemenda og vinnumarkaðar með því að auka áhuga, árangur og námstækifæri nemenda í námi á sviði raunvísinda og tækni.

Nánar...

02. nóv. 2016 : Kvíði barna og ungmenna

Heimili og skóli í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til morgunverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík um kvíða barna og ungmenna á Foreldradaginn 9. nóvember.

Nánar...

28. okt. 2016 : Afmælismálþing – leikskólakennaramenntun í 70 ár

Í ár eru 70 ár frá stofnun Uppeldisskóla Sumargjafar, síðar Fósturskóla Íslands. Af því tilefni verður efnt til afmælismálþings í Skriðu, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, föstudaginn 4. nóvember kl. 16:00-17:30.

Nánar...

20. okt. 2016 : Nýr miðlægur samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís sem er hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka. Þessi nýi samningur nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðnings hins opinbera í starfi sínu. Hann nær því til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, tónlistarskóla og framhaldsfræðslu. Samningurinn leysir marga eldri samninga af hólmi, m.a. um ljósritun, auk þess að veita auknar heimildir við skönnun, rafræna eftirgerð og stafræna dreifingu.

Nánar...

19. okt. 2016 : Skóli fyrir alla - tvítyngd börn

Morgunverðarfundur sambandsins um skólamál var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Þetta er annar fundur sambandsins undir yfirskriftinni „Skóli fyrir alla“  og að þessu sinni var áhersla lögð á tvítyngd börn í leik- og grunnskólum. Vel var mætt á fundinn og þátttakendur og fyrirlesarar ánægðir með hvernig til tókst og góðar umræður.

Nánar...

06. sep. 2016 : Skóli fyrir alla: Tvítyngdir nemendur

Mánudaginn 17. október verður haldinn morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál í Háteigi á Grand hóteli í Reykjavík.

Nánar...

02. sep. 2016 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2017–2018

Trompetleikari_litil

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2017–2018. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016.

Nánar...
Síða 1 af 4