Fréttir og tilkynningar: september 2015

Fyrirsagnalisti

29. sep. 2015 : Skráning á skólaþing 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á skólaþing sveitarfélaga 2015 sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 2. nóvember nk. Þingið hefst kl. 09:30 en áformað er að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Nánar...

28. sep. 2015 : Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara

„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.

Nánar...

08. sep. 2015 : Hlutverk, ábyrgð og skyldur

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.

Nánar...