Fréttir og tilkynningar: ágúst 2015

Fyrirsagnalisti

28. ágú. 2015 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2016-2017

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2016–2017. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2015.

Nánar...

24. ágú. 2015 : Þjóðarsáttmáli um læsi

Fyrsta undirritun Þjóðarsáttmála um læsi fór fram í Borgarbókasafninu í dag, mánudaginn 24. ágúst, þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Björk Einarsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu hann að viðstöddum hópi leikskólabarna og fleiri gestum.

Nánar...

19. ágú. 2015 : Mat á framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar

Starfshópur um mat á framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar skilaði nýverið af sér skýrslu. Vinnan hófst haustið 2013 með þátttöku mennta- og menningarmálaráðuneytis, Skólastjórafélags Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags  grunnskólakennara.

Nánar...