Fréttir og tilkynningar: maí 2015

Fyrirsagnalisti

20. maí 2015 : Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra 2015

heimiliogskoli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn miðvikudaginn 20. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Að því loknu afhenti formaður dómnefndar, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis- og skóla, og Hrefnu Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra Heimilis- og skóla. Alls bárust 35 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Nánar...

15. maí 2015 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

SIS_Skolamal_190x160

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2015-2016 (1. ágúst 2015 - 31. júlí 2016). Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2015. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.

Nánar...