Fréttir og tilkynningar: apríl 2015

Fyrirsagnalisti

25. apr. 2015 : Almenn viðmið um skólareglur í grunnskóla komin út

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur.

Nánar...

24. apr. 2015 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2015-2016

growth

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2015-2016. Alls bárust 172 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 360 millj. kr. Veittir voru styrkir til 45 verkefna að upphæð rúmlega 49. millj. kr.

Nánar...

08. apr. 2015 : Úttekt á markvirkni íslenska skólakerfisins

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt skýrslu með upplýsingum um framkvæmd menntamála á Íslandi með tilliti til starfsemi, mannauðs og stefnu stjórnvalda

Nánar...