Fréttir og tilkynningar: mars 2015

Fyrirsagnalisti

26. mar. 2015 : Almenn viðmið um skólareglur

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur.

Nánar...

20. mar. 2015 : Veflæg upplýsingaveita opnuð

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði formlega, þann 19. mars sl., upplýsingaveitu fyrir fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum.

Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt, annars vegar að miðla og hins vegar að veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og stuðla þannig að starfsþróun þeirra verði birt á upplýsingaveitunni s.s. námskeið, fyrirlestrar, ráðstefnur, málþing og samstarfsverkefni.

Nánar...

15. mar. 2015 : Aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. febrúar sl. að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar

Nánar...

09. mar. 2015 : Ný skýrsla: Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi

Nemendur

Út er komin skýrslan Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara.

Nánar...

05. mar. 2015 : Starf sérfræðings í skólamálum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Um er að ræða 50% stöðu sérfræðings og felst starfið m.a. í að starfa, ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólateymi, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum. Nánar...